Íslensku tónlistarverðlaunin....kostar að taka þátt....????????
Tók þetta af Mbl.is
Samkvæmt þessari grein kostar að taka þátt í íslensku tónlistarverðlaununum.
(Sem þýðir að ef Joi Jons og 2 vinir hans stofna kór tríó og eru einir sem að borga gjaldið, þá eru þeir sigurvegarar.)
Tónlistarmenn á mála hjá Kimi Records, Útgáfufélagið Kimi Records og aðrir tengdir tónlistarmenn hafa tekið ákvörðun um að taka ekki þátt í íslensku tónlistarverðlaununum í janúar, að því er fram kemur í tilkynningu til fjölmiðla. Vilja útgefendurnir og listamenn á þeirra vegum ekki keppa í tónlist með þessum hætti.
Meðal listamanna á snærum Kimi Records eru Benni Hemm Hemm og hljómsveitirnar Hjaltalín og Fm Belfast, svo ljóst má vera að vinsælir listamenn verða fjarri góðu gamni við afhendinguna í janúar.
Orðrétt segir í tilkynningunni.
„Meginástæða þess er sú að við teljum okkur ekki fært að taka þátt í keppni um tónlist og viljum ekki greiða fyrir það þátttökugjald. Við teljum að íslensku tónlistarverðlaunin ættu að vera verðlaun fyrir alla íslenska tónlist en ekki bara fyrir þá tónlist sem sækir um að vera íslensk tónlist.“
Undirritaðir segjast þó ekki vilja grafa undan verðlaununum með þessum hætti.