Ég er ánægður með að flex sé að halda mix keppni sem höfðar til grasrótarinnar, og ég er líka ánægður með remix hugmyndina hjá partyzone, þó ég vilji líka sjá eitthvað svipað sem veitir öllum aðgang. Eins og Quarashi hélt fyrir nokkrum árum til dæmis.
Það eru alveg ótrúlega margir sem share-a aldrei neinu sem þeir eru að gera, sem mundu taka þátt í einhverju svona. Held ég allavega. Og að reyna að fá meira efni eins og lög frá þeim sem eru að gera eitthvað, hafa til dæmis íslenska lag mánaðarins eða vikunar eða what ever, bara eftir því hvað væri að koma inn. Ég er samt ekki að tala um að slengja hverju sem er í útvarp, verður að vera eitthvað spunnið í það, allavega að lofa góðu.
Hvað finnst ykkur annars um þetta ?