EF þú ert ákveðinn í að skipta í linux (og kominn með nóg af windows) mæli ég ekki með dual boot, sérstaklega ekki ef þú hefur aldrei notað linux áður.
Nokkrar ástæður:
- Tekur óþarfa pláss.
- Þú ert mun fljótari að læra.
- Þegar þú lendir í vandræðum með að gera eitthvað í linux en veist hvernig þú átt að gera það í windows er mjög freystandi að hoppa yfir (tekur tíma að reboota og endar yfirleitt alltaf í að menn hætti við að nota linux).
Síðan er sterkur leikur að skella upp XP sem gest með
VMWare Player eða
Virtual Box Closed (ef
Wine eða
Crossover virka ekki sem skildi). Þetta er mín reynsla og vel flestra linux manna sem ég þekki.