Eftir að hafa verið að skoða techno.is í mínu mesta sakleysi áðan sá ég eitt komment sem gerði mig svoldið pirraðann.

vááá takk fyrir að láta okkur vita nr.29 , við munum öll sofa betur
nei það verða örugglega ekki yngri tónleikar á hann marco V fyrir 14 ara krakka enda enginn markhópur fyrir þvi. farið og hlustið á basshunter frekar… hvad i oskopunum eru þið að hugsa???

ohh nuna fæ ég svona 200 smapikur a moti mer að segja mer hver marco v er eftir að hafa flett þvi upp á google

Þetta er það sem ég skil ekki, afhverju ættu ungir krakkar ekki að vera hlustandi á marco v eða einhvern annan, ég sjálfur reyni að hlusta á sem flestalla danstónlist þótt ég muni líklegast aldrei fá að spila á neinu stærra heldur en grunnskólaballi, samt finnst mér mjög gaman að leita út fyrir eitthvað annað heldur en þetta Euro-dance sem flestir á mínum aldri hlusta á.

Mig langar líka svoldið að vita afhverju fólk lætur svona gagnvart okkur unga fólkinu við hljótum að mega hlust á það sem við viljum í staðinn fyrir að vera heilaþvegin með all i ever wanted með basshunter eða faded með cascada.