Hressó:
Velkomin á botninn. Skítugur staður. Hryllileg tónlist næstum því alltaf. Hljóðkerfið keyrt alltof hátt og yfir sársaukamörkum. Ógæfuunglingar, sveitaslagsmáladurgar og útlendingar í leit að vandræðum og jú ekta íslenskar druslur, í tonna vís.

Meira að segja starfsmennirnir eru örvitar. Barþjónarnir alveg tómir, dyraverðirnir fávitar og þú ert heppin ef þú færð laun þarna bara yfirleitt.

Síðast þegar ég ákvað að gefa staðnum séns og fá mér einn öl, þá varð ég vitni af 5 slagsmálum, þar af 3 þeirra sem var verið að lú berja stelpur. Dónaskapurinn er ómælanlegur og rudda og tuddahátturinn þarna inni ómælanlegur. Haltu fast í glasið þitt ef þú ætlar að prufa og í guðana bænum ekki horfa í augun á neinum þarna inni.
Get þvi miður ekki sagt neitt gott um þennan stað, nema kannski það besta sem hann gerir, er að halda þessu pakki frá hinum stöðunum.

kv,
b.