Cafe Oliver:
Þessi frægi staður á sína kosti og galla. Innréttingarnar eru alveg prýðilegar og hafa þótt svolítið elegant. Ég hefði þó hannað hann aðeins öðruvísi, því það myndast oft erfiðir stíflupunktar af fólki og að þurfa að labba í gegnum dansgólfið til að fara að pissa er ekki cool. Það hinsvegar má kannski líka útskýra sem fáránlegar íslenskar djamm hefðir að þurfa að labba alltaf hring í kringum staðinn, aftur og aftur. Óþolandi.
Dansgólfið er alveg fínt og alveg ágætis hljóðkerfi. Því miður er bara ekki nógu oft góð tónlist þarna. Mætti vera oftar.
Fólkið sem sækir staðinn er örlítið eldra en gengur og gerist. Frekara og fínna líka.
Maturinn er alveg fínn og þjónustan líka. Flottar útisvalir og góðir möguleikar á private parties á efri hæðinni.
En því miður, þessi fáu skipti sem ég hef óvart komið þarna inn hefur mér alltaf þótt leiðinlegt.
kv,
B.