Þetta er gamalt ádeiluefni sem átti sér stað fyrir nokkrum árum þegar menn keptust um að kalla sig DJ X eða DJ Y eins og morgundagurinn væri enginn.
1. Þá var DJ titill sem menn státuðu sig af. Þýddi oft eitthvað svona: “hey ég á flottar græjur og kann að skipta um lag í takt!”.
2. Núna er DJ meira bara lýsing á ákveðnu starfssviði.
Í dag myndi ég skilgreina DJ svona: Hver sá sem spilar tilbúin lög, með hvaða hætti sem er, fyrir aðra áheyrendur.
Síðan er allt annað mál hversu góður plötusnúðurinn er. Þessi gaur í myndbandinu virtist kunna sitt fag á græjunar en það er ekkert víst að hann sé góður DJ. Gæjinn með iTunes á skólaballinu gæti vel haldið uppi mikklu betri stemmara á dansgólfinu en DJ Über1337 með flottustu græjunar/skiptingarnar. Góður plötusnúður framreiðir það sem fólkið á dansgólfinu vill.