Æðislegt kvöld í alla staði. Martijn var fulltrúi þeirra þetta kvöldið. Hann spilaði mestmegnis verk frá þeim sjálfum en þó oftast í endurhljómblönduðum útgáfum sem ég hafði ekki heirt áður. Eftir smá tíma af electro house/breaks droppaði hann d&b og það varð allt brjáááálað! Síðan eftir það var það bara mix af electro house, breaks, d&b, dubstep og þessari nýju stefnu sem ég kann ekki ennþá nafn á (lýsist kanski best með þessu
http://www.myspace.com/youfeedme). Samsetningin kom virkilega vel út. Það sem innsiglaði síðan kvöldið var þegar hann tók Voodoo People. Sumir myndu kanski segja að það væri klisja en þetta lag kveikti áhuga minn á d&b þannig mér fannst það mjög viðeigandi þetta kvöld -_-
Ég varð ekki var við nein slagsmál eða nein vandræði. Allt staffið sem ég talaði við var vingjarnlegt og í gúddí fýling. Allt í allt gef ég þessu kvöldi 9/10. Það sem vantaði uppá var ljósamaður og örlítið öflugra hljóðkerfi.
En að öðru. Addi, hvaða svartagaldur settirðu á hann til þess að fá hann í Techno.is bolinn :D?
Bætt við 21. september 2008 - 18:25 … það sem innsiglaði síðan kvöldið HJÁ MÉR var þegar hann tók Voodoo People.