Fyrst og fremst þessi síða.
www.housemusik.dk
þarna getur þú séð allt það helsta í house/techno menningunni um alla dk og þá auðvitað mest í Köben.
Svo verður þú að tjékka á Blasen, lítill bar sem Íslendingar voru að opna við strikið. Bjór á þægilegu verði og svo hafa þeir stundum haldið kvöld með snúðum og kemur þá mjög sérstök stemmning vegna stærðar staðarins.
Svo er einnig Jolene Bar, ég hef aldrei komið þangað en veit að margir Íslendingar fara þangað og þeir spila alveg góða klúbbatónlist eða allavega eftir því sem ég hef heyrt.
Einnig, ef veðrið er gott og það er ekki búið að loka staðnum (er aðeins opinn yfir sumartímann) þá endilega kíkja á halvandet (www.halvandet.dk) geggjað að vera þarna í góðu veðri, strandbar, úti, gellur í bikíní, kokkteilar, lounge DJ… manni finnst maður ekki vera í köben lengur, heldur útí sólarlöndum.
vona að þetta hjálpar.