Kom þarna frekar snemma og var þá helling að liði mætt. Mr Bigroom var að spila bara helvíti góða tónlist og settist ég niður með glas og virti fyrir mér umhverfið. Svolítið ungt lið, eða ég orðinn of gamall :). Lét það samt ekki bögga mig, enda á það ekki að skipta máli hvaða aldur er, eða litur eða trú. Fordómar eiga nefninlega ekki heima í danstónlist. (in theory)
Svolítið af pústrum sem ég tók eftir sem hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá með að taka svoleiðis fólk úr umferð. Öðru leiti skemmti fólk sér þarna mjög vel.
Það var búið að bæta verulega við hljóðkerfið og var það bara nokkuð gott og ljósin til fyrirmyndar.
Missti því miður af Exos að spila því ég þurfti að fylgja konunni heim þar sem hún var byrjuð að geispa en kom strax aftur og rétt náði í byrjunina á Sander. Svona honum til happs þá var hann um það bil 68% betri en síðast fannst mér. En honum til óhapps þá bara finn ég ekki sálina í settunum hans lengur, því miður. Veit ekki hvað það er nákvæmlega. Plús finnst mér þetta videomixing ekki vera að gera neitt fyrir hann.
En svona er nú það bara, fínt kvöld samt í heildina og virtist vera að fólk skemmti sér bara mjög vel overall.
Mjög gott líka hjá Exos að vera með auka dyraverði á sínum snærum, því ekki veitir af. Mikið kaos sem myndast á aðalhurðinni, engar raðir og dyraverðir nasa nenna lítið að hjálpa. Partyhaldarar geta orðið af miklum peningum ef það er kaos þarna í hurðinni, sérstaklega þar sem fólk er stanslaust að fara þarna út að reykja og til að vera með skrílslæti.
En eins og ég sagði, overall fínt kvöld.
kv,
b.