Er að flytja til útlanda og verð þar í tæplega ár. Finnst ekki taka því að flytja allt setuppið mitt með mér, plötur, spilara, mixer ofl. en langar samt að halda áfram að mixa.

Er að spá í þessum einfalda og litla controller frá M-Audio:

http://www.m-audio.com/products/en_us/XSessionPro-main.html

heldur svona soldið mixer fílinu og hægt að leika sér í ableton, traktor og öðru slíku geri ég ráð fyrir.

Hefur einhver hér reynslu af þessari græju eða öðru sambærilegu? Ég á nú þegar fínt hljóðkort, þannig að mig vantar í raun bara einhvern skemmtilegan controller. Þetta er nottla bara midi þannig að það er kannski erfitt að klikka í þessu?