Afhverju á maður rétt á að eiga öryggisafrit? Blasir það ekki við?
Þegar þú ert að kaupa geisladisk, ertu bara að borga brotabrot af verðinu fyrir sjálfan diskinn og hulstrið. Þú ert að greiða fyrir hugverkið. Þegar þú ert búin að greiða fyrir hugverkið, liggur í augum uppi að þú mátt eiga öryggisafrit til eigin nota, þar sem þú hefur þegar greitt fyrir umrætt hugverk.
Á maður að kaupa lag tvisvar á beatport ef maður vill eiga það á tvem hörðum diskum?
Svo er þetta úr 3.mgr 19.gr höfundaréttalaga.
“Sá sem eignast hefur eintak sem aðrir hafa gert samkvæmt heimildinni í 1. mgr. má gera sams konar eintök eftir því eintaki sem hann fékk, ef það er nauðsynlegt til þess að hann geti notað eintakið eftir tilgangi sínum, þar á meðal öryggisafrit. Slík eintök má ekki nota í öðrum tilgangi.”