hehe, það verður reyndar hver að dæma fyrir sig hvort hann telji 400 eða 800 henta betur. Ég ákvað að fá mér 400 í staðinn fyrir 800 og sé ekki eftir því.
Get komið með kosti/galla
CDJ-800:
Stór og þar af leiðandi með stærri platter.
Minnir að þú getir geymt marga mismunandi cue staði á sama laginu.
CDJ-400
Pitchinn nákvæmari (0.02%)
USB tengi, getur spilað mp3 af iPodinum eða Harða diskinum
MIDI support, getur notað spilarann með mism tónlistarforritum, hef samt ekki prófað það
Miklu fleiri features sem hægt er að leika sér með, svo sem effectar, loop function..
Fyrir mitt leiti var þetta allavega ekki erfitt val, enda keypti ég spilarana með það í huga að hafa þá og nota þá í herberginu mínu og þá er betra ef þeir taka minna pláss.
Og já, þó að platterinn sé minni þá er hann mjög þægilegur í notkun.