Halló allir,

Benedikt heiti ég og er 34 ára. Byrjaði snemma að pikka upp óvenjulega tóna sem heyrðust í skúmaskotum undir skugga rokksins. Safnaði að mér vinum, græjum, tónlist og reynslu frá því ég dj'aði í fyrsta skipti 1986 ca.

Byrjaði að spila sem pro Dj 1990 á HotelBorg (sem var þá The hottest clubs around;)). Spilaði á öllum helstu skemmtistöðum landsins eftir það, þá er helst að nefna, casablanca, hollywood, tunglið og svo í rósenberg kjallaranum Heimsfræga.
Flutti síðan til USA og tour'aði um east cost í eitt ár og kynnti könum fyrir evrópskri rave menningu.
Mörgum rave'um og partyum síðan þá kom ég heim og lagði þetta allt saman á hilluna útaf milljón og einni ástæðu.

Hef promotað kvöld með nöfnum eins og Sasha, keoki, joshwink, darrenemersoon og fleirum

Hef safnað að mér tónlist síðan þá og fylgist vel með þróuninni á íslandi jafnt sem erlendis í skemmtannabusinessinum.

Allir þessir gömlu rykugu Djar eru vinir mínir :) og búnir að vera það í LANGAN tíma :D /hugToAll

Það er sönn ánægja að kynna hér með að ég er byrjaður aftur að safna að mér græjum, og hver veit nema maður komi með comeback ;)

Hvers Vegna er ég að sækja um ?

Ég veit það ekki alveg…. þó aðallega út af óhlutleysi stjórnenda hérna inni. Mikið af Staðreyndarvillum sambandi við alhæfingar og fullyrðingar um danstónlist. Mjög fáir hérna inni hafa ekki hugmynd um sögu þessarar tónlistar né hvernig henni er skipt niður og hvað hún kallast.

Og svo það sem sló gjörsamlega punktinn yfir káið var að vera persónulegt vitni að því þegar tannlaus hvolpur reyndi að bíta saklausan áhanganda áhugamálsins, þá einhvernvegin fannst mér ég vera skyldugur að segja eitthvað.

Kv,
Benedikt.