Er einmitt í svipuðum hugleiðingum þessa dagna. En er eiginlega á báðum áttu hvort ég eigi að fá mér dj eða nótnaborðs controller.
Það sem mér finnst helst standa uppúr er þetta (dj græjur):
Bitstream 3X: Hef heirt mjög góða hluti af þessum, veit að Danni Bigroom á svona, hann gæti kanski frætt lýðinn eitthvað meira um þennan grip. rúmlega 400$
Korg Zero 8: Þetta er stykkið sem Sasha er að nota. Það eru margir að kvarta yfir einhverju suði (hiss proplem) sem kemur útum mixerinn, frekar mikið á reiki hvert vandamálið er í raun og veru, Korg segjast vera að redda þessu en eru búnir að vera soldinn tíma að því. Virðist sem sumir mixerar fái þetta en aðrir ekki. Það er til önnur týpa af, Zero 4 sem er með 4 rásum. Sirka 1000$.
Korg Zero 8 forumsXone 3D: Skrímsli. Seinast þegar ég tjékkaði hjá Exton kostaði hann eitthvað 230-250þ (fyrir gengishækkunina).
BCF2000: Ódýr og einfaldur controller, er með hann í láni hjá félaga mínum og er alveg að fýla hann, faderanir og takkanir eru nice en snúningstakkanir eru ekki alveg minn tebolli, þeir virka þannig að þú getur snúið þeim í 360° og síðan sérðu á litlum skjá hvert gildið á þeim er (frá 0 til 127, gildir fyrir faderana líka þannig þú getur t.d. verið viss hvar miðjan er). Það eru síðan svona 4 takkar sem þú getur svissað á milli þannig þú færð í rauninni 4*(8fadera, 8snúniingstakka og 16 takka). Síðan er til önnur græja sem virkar eflaust ágætlega með þessu
BCR2000 en hef ekki prufað hana.
Xone 4D: Þessi á sennilega eftir að verða standard eftir nokkur ár, þetta er basicly Xone 3D útgáfa 2, málaður svartur. Þegar 3D'inn kom var hann frekar spes á sínum tíma og alls ekki fullkominn, en þessi hérna er sennilega eins og A&H vildu að hann yrði frá upphafi. 4D er ekki ennþá kominn út og A&H ekki einusinni búnir að tilkynna hann opinberlega, en það er búist við honum á þessu ári. Þetta er án vafa stuffið, kostar bara 1500 pund.
Sjálfur er ég að spá í
AKAI MPK 49. Hefur einhver reynslu af þessum dóti? Eða bara almennan fróðleik um svona midi nótnakontrollera?