Það eru nokkrir artistar sem gera eitthvað sem mætti kalla framsækið hardstyle og notast meira þá við techno element'in frekar en hardtrance, gabber eða hardcore.
Ég hef heyrt eitt lag sem var með miklum techno áhrifum, minnti samt meira bara á banging techno (eða schranz) en hardstyle. Heyrði það í þættinum hans Kutski á BBC (eina áhlustanlega lagið sem ég hef heyrt í þessum þættinum hans).
Það er viss stöðnun í hardstyle en það hefði mátt segja um margar stefnur áður en þær fóru áfram.
Vissulega ganga flestar stefnur í gegnum stöðnun á einhverjum tímapunkti. Mér finnst það samt vera meira áberandi einsleitt. Ég man ekki eftir neinni annari stefnu sem er svona rosalega einsleit (og þá meina ég hardstyle plús undir- og hliðarstefnur). Ég man ekki eftir neinni annari stefnu þar sem hver einasti listamaður notar nákvæmlega sömu sándin og allir hinir. Ég heyri t.d. engan mun á jumpstyle og hardstyle. Mér finnst enginn tilbrigðamunur á að nota sama sándið og allir hinir, bara á annan hátt.
Supersaw tímabilið í uplifting tranceheiminum var svipað einsleitt, þannig séð. Það einskorðaðist samt bara uplifting trance (ekki allar undir- og hliðarstefnur trance).
Getur verið að málið sé bara að um leið og þú notar eitthvað annað en þetta eina syntasánd að þú sért þá ekki með hardstyle lengur? Persónulega hefði ég allavega flokkað þetta eina áðurnefnda lag sem schranz.