Svona aðeins kannski koma með umræðu hérna um hvernig málum er háttað í Þessum bransa. Það sem ég tel og af því sem ég hef séð og heyrt þá er það mjög erfitt fyrir prodjúser að lifa á þessu.
Flestir sem eru í þessu 100% hafa farið þá leiðina að byrja annaðhvort sem prodjúser eða DJ og svo fara yfir í hitt, DJ í að prodjúsa eða prodjúser yfir í að DJ-a. Ef þessi aðili nær nokkrum slögurum þá er hann kominn með nafn og getur þá túrað heiminn. Held að enginn prodjúser geti lifað á þessu aðeins með að búa til tónlist, ekki nema lögin komist á yfirborðið. Samanber Eric Prydz eða Tiesto, þeir eru samt alveg að túra á fullu líka.
svo liðið sem kaupir af beatport held ég að séu aðalega plötusnúðar, kaupa lögin til að spila þau. Almenningur almennt sem er að fýla þessa tónlist er því miður kannski ekki að versla sína tónlist af beatport, heldur eru þeir að kaupa þá ýmsa samsetta diska, samanber Global Underground seríurnar, Ministry of Sound ofl.
En það er kannski leiðinlegt fyrir listamanninn að hann er ekki að fá neitt mikið út úr því að eitt lag er sett á disk af vinsælli seríu. Held að GU, MoS og fleiri séu að fá mest megnis.
Svo núna með beatport, þeir eru komnir með “gæðaeftirlit” sem virkar þannig að ef viss label eru ekki að selja nógu mikið í einhverjum fjórðungi ársins þá munu þeir verða teknir út af beatport, þetta byrjaði fyrir stuttu. Þetta var gert vegna þess hve mikill “skítur” er á beatport og notað sem einhverskonar sía. Ég er samt ekki alveg viss hvort þetta eigi eftir að skila sér, því ég held að svo margir sem versla af beatport eru meira að horfa til nafna á þeim sem gera lögin heldur en kannski gæða lagana. Hef heyrt mööööörg góð lög þar sem eru ekki að skila neinum sölum líklegast vegna þess að það er heiki area að gera lögin en ekki Deadmau5, Sebastien Léger, Sasha eða aðrir sem fá strax sölur næstum sama hvaða lag þeir henda út eða hve gott það virkilega er.
Æjjj.. komið í einhverja langloku en er allavega að reyna að ýja að því að ég held að vandamálið sé ekki alfarið það fólk sé að downloada tónlistinni ólöglega frekar en að kaupa það.
Ólögleg download hafa ekki aðeins vondar hliðar, þau geta hjálpað promotion hjá minna þekktum mönnum. En eins og þið vitið þá vilja allir fá sneið af kökunni og kakan er ekkert risastór.