Beatport er nu bara einfaldlega með rangar skilgreiningar Kiddi minn, þeir skilgreina minimal, techno, og techouse sem sömu tónlistina, en raða henni upp í 3 flokka.
Með öðrum orðum :
Sama tónlistin með þrem mismunandi nöfn.
(Held ég að þeir raði lögunum happa glappa hvað rambar i hvaða hólf, þvi þessi skilgreining hjá þeim meikar EKKKKERT sens.)
Til þess að sanna mál mitt ætla ég að byðja ykkur um að hlusta vel á topp 10 í Techno, minimal og Techouse flokknum á Beatport og byðja ykkur um að segja mér hvor þið heyrið einhvern mun….
bara einhvern heildar mun…
Ef þið spyrjið mig er enginn munur á þessari tónlist sem þeir flokka í 3 mismunandi flokka.
Ástæðan er einföld. Þessi tónlist er gríðarleg söluvara um þessar mundir og er henni dreyft í þessa flokka til að auglysa efnið betur svo að það hreinlega drukkni ekki einum flokki.
Það er eina skyringin sem ég finn út úr þessu.
Annars eru til endarlausir flokkar í Techno geiranum….
detroit techno, tribal techno, minimal techno, uk techno, hardtechno og svo mætti lengi telja….
Ekkert þeirra laga sem er inn á top 10 á beatport er Techno…
Nema lag numer 9,…það sleppur…
En svo er það stóra spurningin..
Hvað er Techno….