í ljósi umræðu dagsins vil ég koma á framfæri..

Það er metnaður Barcode að:

*kynna og spila músík sem snertir við okkur, lætur okkur kippast til og vilja hækka örlítið meira

*vanda sig eins og við höfum völ á í hljómburði og ljósagangi

*skemmta sér með fólki, og að vera fólki til skemmtunar



allur peningur sem Barcode áskotnast fer í að gera næsta kvöld betra.. aðstandendur taka ekki krónu í sinn hlut.. því er fullkomlega hægt að segja að Barcode sé non-profit félag með ástríðu

ef þú hefur gaman af því sem Barcode gerir er það þinn hagur að mæta, því þá er auðveldara að gera jafnvel betur næst


sjáumst á FEX á Organ 8. febrúar.. við lofum að spila ekki síbylju, setja upp froðudiskó, eiða peningunum og prómót orku í leisersjó.. bara góðri músík og allavega tilraun að góðu andrúmslofti á flottum stað.. með yndislegum artista.


Barcode