er það bara ég eða er offramboð á klúbbakvöldum þessar vikur og mánuði? techno.is, agent.is, flex og svo það nýjasta jón jónsson. ég man þá tíð þegar klúbbakvöldin voru haldin annann til þriðja hvern mánuð og ávallt smakkfullt hús. maður beið með eftirvængingu. núna eru klúbbatengdir viðburðir nánast hverja viku, og afleiðingin oft hálftómur kofi. fólk þarf að vega og meta hvað á að fara á peninganna vegna, eða jafnvel hugsar bara “æji nenni ekki í þetta sinn, það er eitthvað í næstu viku eða þeirri þarnæstu”. maður heyrir varla auglýsingatíma í útvarpi án þess að þar hljómi auglýsing frá jóni jónssyni að plögga einhverskonar rafrænan viðburð. fyrr má nú rota en dauðrota. telja allir sig hafa fundið nýja gullnámu eða hvað? kannski er þetta bara ástæðulaus ótti í mér ..
discuss