Snillingurinn M.I.K.E hefur snúið sér aftur að trance tónlistinni og endurvakið Plastic Boy verkefnið sitt, sem gat af sér marga trance klassíkina .. eins og td Twixt, Life Isn't Easy, Live Another Life og Silver Bath. Væntanlegt er lagið Rise Up undir Plastic Boy nafninu. M.I.K.E lenti í því leiðindarmáli að brúnkuklútarnir í Scooter stálu heilu lagi frá honum, Push - Strange World (2000 Remake), gauluðu yfir það og gáfu út undir nafninu Weekend.
M.I.K.E er líklegast einn af virtustu trance pródúserum þarna úti, ásamt Laurent Véronnez (aka Airwave). Mæli með því að fólk kynni sér verk kappans. 2008 remixið af Silver Bath [Silver Bath (Ben Gold & Glyn Waters 2008 Remake)] var frumflutt í gær í þætti Armins van Buuren (ASOT 335) .. mæli með að þið tjékkið á því .. snilldar remix! Electro er hasbeen - Trance er málið! .. ekki að ástæðulausu að td menn eins og Exos hafa snúið sér að Tech Trance ;)
In Trance We Trust!!
“07/01/2008 - …2008 HERE WE COME… -
2008, here we come…
Plastic Boy / Solar Factor / M.I.K.E. vs Andrew Bennett and…PUSH!
It's all back, the silence will be broken soon…
And it's feel good to be back, i feel TRANCE again!
All the best for 2008!!!”
www.mike.be