mér finnst viðhorfið hafa breyst svo í þessum málum. Þegar ég var yngri gerði maður sér grein fyrir því að það eru lög í þessu landi og að það væri aldurstakmark 18 eða 20 ára á klúbbakvöld á skemmtistöðum. Ef mann langaði virkilega að fara reyndi maður það með ýmsum ráðum og varð virkilega ánægður ef það tókst.
En maður var ekki í fýlu eða með frekju, vælandi á spjallborðum… Helmingurinn af póstunum á þetta áhugamál er heimtufrekja og leiðinda fyrirspurnir um það hvað aldurstakmarkið verði á hinn eða þennan viðburðin. Það er bara ekkert sjálfsagt við það að 16 ára krakkar komist inn á skemmtistaði. Það er heldur ekkert óskynsamlegt að það séu reglur um aldurstakmark á svona staði og ef fólk skilur það ekki er það bara frekar vitlaust. Þolinmæði er dyggð, það verður eflaust verið að halda danstónlistartjútt í Reykjavík árið 2012.