það er til fullt af dnb tónlist sem er “róandi” eins og þú segir. Ég held að málið með vini þína sé að það sem þeir grípa þegar þú spilar fyrir þá dnb er bara takturinn og bítið og hann liggur oftast í kringum 170 bpm sem telst nú seint rólegt eða hægt tempó
Það er kannski ekkert skrýtið að takturinn sé það sem grípi mann fyrst en önnur element í rólegri drum & bass tónlist eru það sem gera hana rólegri. Lengri lúppur, hægari bassalínur, groovy línur, live hljóðfæri (eða sömpl), léttir synthar og þar eftir götunum. (Eitt af því sem þótti merkilegast við jungle á sínum tíma var hvernig hraðir taktarnir spiluðu saman við halftempo bassalínur)
Í stuttu máli sagt, já það er fullt af drum & bass i sem ég get hlustað á og slappað af í leiðinni. Við þá listamenn sem þú nefnir mætti t.d. bæta: Mutt, D-Bridge, Redeyes, Ltj Bukem, Seba og Nu:tone svo fáeinir séu nefndir. Vinir þínir geta svo bara slappað af við Kenny G, Sálina unplugged eða hvað það er sem þeim finnst gott að chilla við…
Já. Drum & Bass tónlist getur verið mjög mismunandi. Bæði mjög hörð, funky eða bara afslappandi. Það er nú einmitt heila málið með drum & bass, hvað hún getur verið mismunandi.
Margt frá útgáfum eins og Fokuz, Hospital (reyndar verið meira og meira í reif-gírnum undanfarið), Exit, Creative Source, Soul:R, Signature og Good Looking svo einhverjar séu nefndar getur verið hálfgerð lounge tónlist.
Endilega kynna sér þetta. Gullnáma af vandaðri músík að finna þarna.
0