Þú endar einhvern tímann í VST plugins, lærðu að nota þau núna og þú munt aldrei snúa þér aftur að Reason :)
Þú þarft ekkert endilega að kunna á alla takkana á plugin-inu, það kemur með tímanum. Getur byrjað á að finna þér plugin með fullt af góðum presets (tilbúnum hljóðum), þá geturðu bara valið um hljóð úr stórum lista, þarft ekkert að hugsa meir um það.
Kíktu á Rob Papen Predator, Linplug Alpha 3, Linplug Albino eða Sylenth 1 svo eitthvað sé nefnt, allt frábær hljóðfæri og koma allir með STÓRU safni af tilbúni hljóði. Gefðu þér bara smá tíma til að læra hvernig þú notar plugin í FL Studio, og hvernig þú hleður inn þessi tilbúnu hljóð (lesa manual-inn!!! get ekki lagt næga áherslu á þetta!), þú verður mun ánægðari með tónlistina þína eftirá.
En bara svona til að svara upphaflegu spurningunni: Kíktu á www.vengeance-sound.com , þessi gaur er að gera ágæta sample diska, aðallega trommur samt (en flestir eru líka að nota samples fyrir trommur og einhverja syntha fyrir hljóðin). Hann selur líka hljóðbanka fyrir ýmsa synthesizer-a, aðallega trance.