ef einhver myndi segja að cd spilarar frá pioneer væru ömurlegir væri hægt að benda honum á að td cdj 1000 eru standard klúbbaspilarinn og weapon of choice hjá lang flestum sem notast við geislaspilara.
hvaða vöru frá behringer er hægt að segja hið sama um?
ég hef prufað djx700, sem er hrein kópía af djm 600 frá pioneer. hljóðgæðin fyrir það fyrsta voru hrein hörmung. Það hefði aldrei verið hægt að mixa í heyrnatólum því hljóðstyrkurinn fyrir þau var svo lítill að venjulegar samræður yfirgnæfðu hann basicly. Bara allt build quality af þeim mixer var horror.
Hef prufað bcd2000. Fínasta græja. Fyrir utan að innbygða hljóðkortsapparatið virkaði ekki, nýtt úr kassanum. Og sama, build quality ekkert rosalegt (stór göpp hér og þar þar sem græjan er sett saman) en fuctionaly virkaði það bara vonum framar. Eftir því sem ég kemst næst eftir grúskun á netinu fóru faderarnir að leka, powersupplyið var svo nálægt effectaborðinu að það leiddi hita og eyðilagði effectaborðið oftast eftir hálft ár og takkarnir byrjuðu mjög snemma að detta af.
behringer getur verið fínt fyrir peninginn sem þú ert að borga, en þegar þú kynnist svo betri og dýrari græjum þá er mín reynsla sú að maður sér bara craphringer.
Það væri gaman og fróðlegt að fá einhvern sem veit meira en ég um gæði behringer og tala frá sinni eigin reynslu.
Bætt við 25. nóvember 2007 - 08:13
* Eftir því sem ég kemst næst eftir grúskun á netinu fóru faderarnir að leka, powersupplyið var svo nálægt effectaborðinu að það leiddi hita og eyðilagði effectaborðið oftast eftir hálft ár og takkarnir byrjuðu mjög snemma að detta af.
- þetta átti að sjálfsögðu að koma í samhengi við djx700, ekki bcd2000