Ég hreinlega steingleymdi að kjósa þetta árið, hefði annars líklega sett Eddie Halliwell á toppinn hjá mér.
Finnst merkilegt að nokkrum plötusnúðum hafi verið vísað úr keppni eftir að upp komst um svindl. Sérstaklega finnst mér merkilegt að meðal annara voru það Dj Dan (sem öllum af óvörum náði 5 sæti í fyrra) og Christopher Lawrence (sem náði 4 sæti í fyrra). Mér finnst því ekki ólíklegt að það sama hafi verið í gangi í fyrra.
Ég býst annars við að PVD og AVB verði í tveim efstu sætunum eins og í fyrra, eiga það allavega mun frekar skilið en “Mr. Trainwreck” Tiësto. Helst væri ég til í að sjá AVB á toppnum af þessum þrem, enda fyllilega unnið fyrir því að mínu mati
Ég held að Sasha verði ekki í topp 5 frekar en í fyrra, enda verið ennþá minna áberandi á þessu ári en því síðasta. Maður veit þó aldrei úr því að DJ Dan og Christopher Lawrence eru ekki með.
Kæmi mér minnst á óvart að sjá topp5 undirlagða af Trance dj'um, enda lang vinsælasta klúbbatónlist heimsbyggðarinnar (sem gerir það að verkum að ég hef aldrei skilið af hverju þeir sem sjá um innflutning á plötusnúðum hafa hingað til ekki verið að taka trance dj'a inn til landsins).