Það átti svosem ekkert að taka þetta comment mitt of alvarlega. En fyrst þú spyrð er ég búinn að vera að fylgjast með þessari stefnu síðan svona 1993 og get alveg sagt að þetta hræðilega lag á mun meira skylt við það sem var í gangi í euro-heiminum en nokkurn tíman trance-heiminum til að byrja með. Trance gekk út (og gengur enn að miklu leiti út) á arpeggíur sem dáleiða þig á dansgólfinu, þetta lag hefur akkúrat enginn dáleiðandi áhrif (allavega ekki á mig). Euro gengur út á ‘hooks’, sem er það sem þetta lag inniheldur.
Að mínu mati er Trance í dag 99% sorp sem ætti ekki skilið að vera kallað Trance, 1% sem eftir er er oftar en ekki einhver besta tónlist sem þú færð.