Flex Music kynnir: Alex Anderson á Íslandi um verslunarmannahelgina.<img src="http://www.minnsirkus.is/Upload/flex/event.jpg">
Þú vilt ekki missa af resident plötusnúð Pacha klúbbsins í London sem kemur fram á klúbbakvöldi Flex Music á Akureyri og í Reykjavík um verslunarmannahelgina.
Alex Anderson hefur verið þekktur fyrir fjölbreytileika í sínum stíl og er því aldrei hægt að segja með vissu hvaða leið þessi frábæri plötusnúður fer á þeim kvöldum sem hann spilar á. Hann hefur lagt undir sig fót nokkra af stærstu klúbbum heims í Bandaríkjunum, Asíu og á Ibiza á Spáni. Einnig hefur hann verið plötusnúður kvöldsins á helstu klúbbum London borgar svo sem Turnmills, Pacha, Golden, Lakota, Zap, Deluxe og Inside Out.
Hans stíll sem byggist á hinum ýmsu þáttum danstónlistar hefur verið þekktur í langan tíma. Hann hefur komið fram í tveimur af flottustu útvarpsþáttum veraldar hjá þeim Pete Tong sem bauð honum í Essential mix og Danny Rampling í Love Groove Party þáttinn sinn.
Í dag þekkist stíll Alex frá djúpu, þéttu og heitu húsi ásamt blöndu af tribal og elektró. Vegna þessa fjölbreytileika hefur honum verið boðið að spila með stjörnum á borð við Deep Dish, Pete Tong ofl.
“Án efa er Alex einn af bestu plötusnúðum á uppleið í evrópu í dag.” - Dave Preece, Framkvæmdarstjóri vörusviðs Technics.
Alex Anderson @ Sjallinn, Akureyri 03.08.07+ Ghozt
+ Sveinar
+ Danni
Alex Anderson @ NASA, Reykjavík 04.08.07+ Ghozt & Brunhein
+ Danni
Flex Music
http://www.flex.is
http://www.myspace.com/myflexmusic