Með dóminn um Exos, Það er mjög skrýtið því Future Music dæma yfirleitt breiðskífur og Exos hefur aldrei gefið út breiðskífu hjá Thule.
Mjög lítill hluti af því sem Thule gefur út er ætlaður klúbbasenunni og meirihluti listamanna þar hafa gefið út stíla meira á Tilraunatónlist (sbr. Biogen, Oz Artists, Múm, Trabant, Ilo, Apparat organ Quartet, Funerals, Octal, Plastik, Einóma, Cold, Worm is green og loks Frank Murder og Krilli) sem þýðir að flestir þeir plötudómar koma ekki í þessum svokölluðum klúbbatímaritum.
En mér finnst það synd að þér finnist þetta ekki mjög merkilegt, en það breytir engu um að þetta sé það eina sem er að koma út í dag í íslenskri raftónlist (plús Undirtónar & Stilluppsteypa). Þetta er eins og þú segir smekksatriði hvort þér finnist þessi tónlist merkileg en eflaust er til fólk sem finnst það.
Kveðja
Ruxpin
skoðaði dóminn betur í FM……. þessi plata var gefin út á Force. Skiptir ekkki máli, er ekki Exos að gefa út á Thule líka?
Er ekki Biogen hættur hjá thule? Hvað með Múm? Var ekki Cold verkefni sem Ísar stóð nærri eingöngu á bakvið 95 eða eitthvað?
Er hann ekki hættur?
Þá eru eftir Trabant, Apparat og Funerals sem eru ekki einu sinni raftónlist og enn og aftur tek ég það fram að ég er eingöngu að tala um raftónlist.
Óli gaf út flotta plötu en er núna að gera klúbbahouse….
Plastik…… það má deila um hvort þar sé mikil tilraunastarfsemi á bakvið.
Það skilur eftir Frank murder og krilla, einóma og the worm is green. Er einhver af þessum artistum búnir að gefa út eitthvað?
Ef að thule gefur ekki út klúbbatónlist hvað eru þið þá að gera með labelin 66 degrees, Æ , tissju. Ætlast thule til að maður hlusti á þetta heima hjá sér. Af hverju er þetta þá gefið út á vínyl?
Ég sagði að tónlist stíluð á klúbbasenuna fyndist mér ekki mjög merkileg, mér finnst hins vegar flest annað sem thule hefur gert mjög merkilegt. En þú virðist neita því að thule geri klúbbatónlist og þá verður það bara að hafa það. Ég er hins vegar ekki sannfærður.
Það er óþarfi að vera svona hörundssár þó að einhver gagnrýni Thule, ef þú hefur lesið það sem ég skrifaði í seinasta bréfi þá hef ég ekkert á móti thule, var meira að segja í viðræðum við Þórhall um útgáfu, setti það í bið en veit ekki hvernig það á eftir að ganga eftir þessi ósköp.
Ég er ekki að reyna að koma á stríði við þig né nokkurn annan og vona ég að þú sért sama sinnis.
Áfram thule!
skurken
0
Allar þessar hljómsveitir eru ekki á samning hjá Thule og var ég að telja upp þær hljómsveitir sem hafa og eru að gefa út plötur hjá þeim. Einóma eru reyndar búnir að gefa út plötu á Uni:form og nú aðra á Vertical Form. The Worm is green er held ég að koma með stóra plötu núna mjög bráðlega. Biogen er reyndar að fara að gefa út stóra plötu í samstarfi við Thule/Uni:Form núna á næstunni.
Ég flokka hinsvegar það sem Trabant er að gera undir raftónlist. Mér finnst skrýtið að þú gerir það ekki því þið eruð að gera svipaða hluti (finnst mér). Með Plastik þá er ég á því að hann er einn af okkar fremstu raftónlistarmönnum. Hann er að gefa út á sama fyrirtæki og Isan (þ.e.a.s. Static Caravan) og er að fá tónlist sína spilaða í virtasta raftónlistarútvarpsþátt í heiminum, Peel Sessions, og það finnst mér segja allt sem þarf.
Ég veit ekki hvernig þú skilgreinir klúbbahouse en ég get ekki ímyndað mér housetónlist Ilo spilaða á ministry of sound, heldur frekar á einhverju kaffihúsi og heima í stofu. Öll housetónlist er ekki klúbbamúsik!
Tónlist stíluð á klúbbasenuna er kannski ekki beint merkileg, en ekki ferðu út að skemmta þér hlustandi á Fizzarum og Boards of Canada. Tónlist snýst kannski ekki allt um að vera frumlegur og að finna upp hjólið, heldur að hafa gaman af henni og geta skemmt sér og öðrum með henni. (*hvílik speki!*)
Ég tek það fram að ég er ekki hjá Thule en ég hef gefið út plötur hjá þeim, hef þó reyndar ekki gert það lengi. Ég er ánægður með það að hafa frjálsar hendur og geta gert hvað sem ég vil gera.
Labelið 66degrees var stofnað til þess að anna miklu framboði á housetónlist sem barst Thule. Fyrstu plöturnar voru í frekar Kaffihúsatónlistarstíl, en ég viðurkenni að nú er það eingöngu að gefa út klúbbatónlist (fyrir utan Ilo). Það er það sama með Æ og Tissju. Þau voru stofnuð vegna mikillar framboðs á þeirri tónlist sem fyrirtækin eru nú að gefa út.
Ég neita því að Thule gefi alfarið út klúbbatónlist. Þeir gefa út næstum því alla tegundir tónlistar sem þeim finnst áhugaverð.
Auðvitað hefur Thule gert mistök eins og flest önnur fyrirtæki, en að einblína einungis á mistökin finnst mér óréttlátt.
Ég lít ekki á þetta sem stríð, heldur sem rökræður. Ég er bara þrjóskur og greinilega þú líka :)
Friður
Ruxpin
0
Róóólegur….
Ég var alls ekki að gera lítið úr Plastik, hlustaði á undirtónadiskinn og fannst hann mjög fínn.
Ég myndi glaður fara út að skemmta mér og hlusta á Fizzarum og Boards of Canada. Hins vegar gæti ég ekki setið heima í stofu og hlustað á house. Ég hef álpast á nokkur house kvöld á Vegamótum og finnst mér tónlistin alls ekki passa fyrir kaffihús. Ég persónulega verð þreyttur í hausnum mjög fljótlega. Samkvæmt minni skilgreiningu er house klúbbatónlist með takti sem allir skilja og getað dansað við. Herra þröngsýnn hefur talað.
Ég hef aldrei sagt að thule gefi aðeins út klúbbatónlist. Hins vegar gefur Thule úf fullt af klúbbatónlist og þú færð mig aldrei til að viðurkenna að svo sé ekki.
Eins og ég hef sagt oft áður þá hefur thule gert ýmsa frábæra hluti og er ég búinn að telja upp nokkur dæmi sem ég nenni ekki að fara í gegnum aftur. Ég er semsagt búinn að benda á fullt af jákvæðum hlutum.
skurken þrjóski
0