Rafdrasl? Það er örugglega ágætis raf-deild á CDG flugvelli.
Annars burst séð frá öllum aula húmor þá er Frakkland alveg mega töff. Ertu að fara til Parísar þá eða ?
FNAC er stærsta plöutverslunarkeðja í Franslandi og ólíkt Skífunni hér, þá eru þeir með virkilega mikið úrval.
Færð án efa langt flest sem þú getur látið þér detta í hug í Fnac og það sem ekki gerir verra fyrir er það að búðin er í öllum stærri borgum Frakklans og út um allt í París sjálfri.
Ég mæli með því að þú kíkir endilega í Collette. Þeir hafa alltaf verið með skemmtilegt val í horninu sínu og svo þykja ‘collette mixin’ líka trés haute.
Svo er Collette líka alveg þess virði að heimsækja bara uppá upplifunina og til þess að skoða restina af hippster dótinu þarna. Mundu bara að skilja krítarann eftir uppá hóteli áður en þú ferð annars stefnir í illt.
Ég man ekki alveg hvar Colletter til húsa, minnir að það sé á Rue du Faubourg, rétt niður frá Louvre safninu. Síðann þeirra er www.colette.fr
Betino's er kúl plötubúð sem vert er að kíkja í. Hún er á: 32 rue saint sébastien, 75011 París.(
http://www.betinos.com/) The Lazy Dog er líka mega töff og er alveg bannað að missa af henni. Hún er á 2 Passage Thierre, 75011 París. (
http://www.thelazydog.fr) Nokkrir franskir artistar sem ég er að fíla þessa dagana:
- TTC, þá sérstaklega lagið Travailler í Orgasmic remixi. SVAÐALEGT sumar-stuð smellur.
- Ghislain Poirier. Reyndar frá Quebec en ég treð honum hérna með af því að hann vinnur mikið með frökkum og er líka hel töff. Kom út með nýja plötu núna í apríl síðast liðnum.
- Fulgeance. Chico EP kemur út 12. júlí.
Hehe, eins og sést er ég soldið upptekin í öllu sem Musique Large gefur út. Heví töff label.
Svo er franska hip hop senan með þeim ferskari í heiminum í dag þannig að endilega hafið augun opin hvað það varðar ef þú fílar hip hop. Gaurarnir að sunnan eru einkar öflugir.
Annars nenni ég ekki að rausa meir. Vonandi að þetta nýtist þér ei-ð og að þú skemmtir þér í Frans.
Ef mér dettur ei-ð fleira sniðugt í hug þá hendi ég því hérna inn en það er því miður orðið allt of langt síðan ég fór síðast til Frakklands þannig að ég er orðin soldið ‘out of the loop hole’.
Aight..