Hekkul hér og Djæf þar, útum allt og allstaðar. Maður getur nú ekki annað en leitt hugan aftur að raftónlistarkeppninni sem hugar héldu hérna um árið. Ég var viðstaddur úrslitaviðhöfnina á Kaffi Reykjavík þar sem H og D maðurinn, eftirminnilega, kom, sá og sigraði. Eftirminnilega sökum þess þá aðalega fyrir mínar sakir, að mér fannst hann ekki verðskulda það. Þú afsakar ef þú lest þetta H&J, en allt þar til Þossi staulaði úrslitunum upp úr sér átti feministinn sigurinn vísan að mínu mati. H&J eru vissulega góðir á sínu sviði, og sándið, ef ég leyfi mér að sletta upp á saxamál, er óaðfinnanlegt, sem er annað en hægt er að segja um Feministann. En til að vera frumlegur er ekki nóg einungis að fást EKKI við hús músík (ankanaleg setning).
Feministinn (sem ég hef heyrt meira með en þetta eina lag “Gæsafæði” sem fór í úrslita útsláttinn) er virkilega að gera tónlist sem hljómar ekki eins og tilhögun eða enduruppröðun á tuggðu þema, roskinni hugmynd. Endilega reynið að verða ykkur út um eitthvað efni með manninum, ef enn hægt er. Er hann ef til vill Huga maður?