Föstudagskvöldið 1.júni koma fram tveiraf ferskustu
plötusnúðum Íslands á skemmtistaðnum Dátanum, fyrir
ofan Sjallann á Akureyri. Um er að Exos og Frigore frá
Techno.is en Exos er maðurinn á bakvið útvarpsþáttinn
Techno.is og Techno.is kvöldin sem hafa verið í
mikilli uppsveiflu á árinu þar sem nöfn eins og Fedde
Le Grand, Pendulum og Sander Kleinenberg hafa komið
fram. Frigore er einn af þremur meðlimuum Plugg'D en
þeir hafa gert
hvern smellinn af fætur öðrum vinsælli með
endurhljóðblöndunum t.d. Martin Solveig - Something
better (Bootleg mix) og Kokaloga með Dr Mista og Mr.
Handsome (Plugg'd Remix) sem var kosið lag ársins í
techno.is fyrir árið 2006. Heimasíða Plugg'd verður
tilbúin 27.maí.
Frigore hefur verið tíður gestur á Akureyri en Exos
hefur ekki spilað fyrir norðan í hálft ár. Það verður
því spennaandi að fylgjast með köppunum trylla líðinn
á Akureyri á föstudaginn.
Það kostar aðeins 1000 kr. inn og húsið opnar kl
23:00.
Nánari upplýsingar eru á Techno.is
Exos eða öðru nafni Arnviður Snorrason er
tónlistarmaður og plötusnúður sem hefur verið iðinn
við að halda raftónleika og danstónlistarkvöld í
Reykjavík. Hann hefur gefið út 13 smáskífur og 3
breiðskífur ásamt því að hafa gert endurhljóðblandanir
fyrir menn eins og Ben Sims, Mark Brom og Pascal Feos.
Exos byrjaði að koma fram sem plötusnúður aðeins 12
ára gamall en þá vaknaði áhugi hans á danstónlist
eftir að hafa uppgötvað oldschool hardcore. Fljótlega
varð áhugasvið kappans fjölbreyttara því House og
Techno fönguðu athygli hans og 15 ára gamall byrjaði
Exos að búa til tónlistina sjálfa. Exos kynntist
Thorhalli Skúlasyni á þessum tíma sem var mikill
brautryðjandi í íslensku danstónlistarlífi. Gaf Exos
sína fyrstu plötu út á Thule records aðeins 17 ára
gamall. Stuttu seinna komst hann í samband við Force
Inc í Þýskalandi, virta plötuútgáfu sem hafði gefið út
nöfn á borð við Alec Empire, Ian Pooley , Baby Ford og
Akufen. Þar gaf Exos út sínar fyrstu tvær breiðskífur.
Seinni breiðskífan bar nafnið Strenght og fékk
ótrúlega góðar viðtökur í íslenskum fjölmiðlum.
Árið 2001 kom út platan “My home is sonic” á útgáfunni
Ae recordings. Platan hlaut titilinn “Besta íslenska
plata síðasta árs” árið 2001 af einum helsta
tónlistagagnrínanda Morgunblaðsins, Arnari Eggert
Thoroddsyni.
Plötunni var lýst á eftirfarandi hátt : Exos tekur af
allan vafa um hver sé fremsti raftónlistarmaður
Íslands í dag með snilldarverkinu My Home is Sonic.
Exos fylgdi útgáfum sínum eftir erlendis og spilaði þá
á klúbbum eins og Badofar í París, Paradiso í
Amsterdam, Tresor í Berlín og var tíður gestur á hinum
ýmsu stöðum í Evrópu. Exos komst þá í kynni við
æðstaprest harðkjarna technostefnunnar, Dj Rush sem
endurhljóðblandaði fyrstu útgáfu hans á Do not sleep
plötuútgáfunni.
Í kjölfari þess var heimasíðan Techno.is stofnuð ásamt
útvarpsþættinum Techno.is þar sem Exos sér um gang
mála.
Friðrik Fannar Thorlacius eða Dj Frigore er 22 ára
plötusnúður / producer. Frigore kemur frá stórri
tónlistar unnendar fjölskyldu og vaknaði
tónlistaráhugi hans á unga aldri. Hvert hljóðfæri var
eins og leikfang í hans augum því að hann gat nánast
spilað á hvaða hljóðfæri sem er eftir eyranu án þess
að hafa þó lært nokkurn skapaðan hlut í tónfræði.
12 ára komst hann með hendurnar í sequencer sem
kallast “Fruity loops” og Audio Editorinn “Cool edit
pro”. Lærði að klippa og “sampla” og vann hann nánast
alla sína tónlist á þessi forrit í tæp 4 ár. 15 ára
setti hann saman hip hop / r'n'b hljómsveitina “Igore”
(en þaðan kemur nafnið hans Frigore) en sú sveit vann
rímnaflæðis keppni Skjás eins á Ingólfstorgi. Fyrir
utan það var sveitin með tvö af topp 10 vinsælustu
lögum á fm957 og þrenn tónlistarmyndbönd sem eru án
efa ein mestu spiluðustu tónlistarmyndbönd okkar tíma.
Annað myndbandið hafnaði í fyrsta sæti yfir vinsælustu
tónlistarmyndböndin á Popp Tíví, og er þetta myndband
enn í spilun af og til í dag. Sveitin fékk síðan
plötusamning hjá skífunni og gáfu út plötuna “9 líf”
sem Frigore sá um allar útfærslur og masteringu á.
4 árum seinna hætti hann og fór að snúa sér að örðum
hlutum en skildi eftir sig góðar minningar, reynslu og
þekkingu. 20 ára gamall tók Frigore upp á því að láta
tónlistar þekkingu sína blómstra enn meira með því að
gerast plötusnúður á skemmtistaðnum “Gaukur á stöng”
og spilaði þar í tæp 2 ár með svo virkilega góðum
undirtektum að Frigore er orðinn einn af vinsælustu
plötusnúðum Reykjavíkur. Hann hefur spilað nánast
allar helgar síðan, á öllum heitustu skemmtistöðum
bæjarins eins og: Pravda, Hressó, Hverfis, Cafe Paris,
Barnum, Glaumbar, Sólon og um nánast allt land.
Árið 2006 byrjaði Frigore að spila electro tónlist með
strákunum í Plugg'd. Þeir hafa verið að hita upp fyrir
plötusnúða eins og Dj Lucca, Sander Kleinenberg,
Valentino Kanzyani, Fedde le Grand og Pendulum.
Strákunum í Plugg'd hafa tekist að hífa íslensku
danssenuna upp á hærra plan með lagi eins og
“Kokaloka” remixinu, sem var einmitt í toppsæti
árslista Techno.is árið 2006. Einnig hafa þeir gert
remix með Páli Óskari, Prodigy og Martin Solveig.
Frigore starfar í dag sem ‘full time’ plötusnúður,
tæknimaður og sér um alla framleiðslu á
útvarpsstöðinni Flass 104,5 sem og að vera rödd
stöðvarinnar.