Lengi hafði ég beðið og vonað að Íslendingar fengju að kynnast raftónlist af fullum krafti. Það var mér því til mikillar furðu þegar ég settist upp í bílinn minn fyrir um fjórum mánuðum síðan og út úr hátölurum bárust kunnulegir tónar sem við könnumst öll við í dag (put your hands up…) ….

“Vott ða' fokk?” var það fyrsta sem ég sagði þegar ég tók eftir því að útvarpið var stillt á 95,7 . Hvað hafði gerst? Höfðu brjálaðir hryðjuverkamenn ráðist inn í útsendingu og neytt þá til að fara að spila góða tónlist? Hvað var eiginlega í gangi? Hvar voru Fiftý, Chingy, Gwen og allir hinir sem eru fastagestir 957? Mér fannst eins og stór sigur hafði verið unnin í að bæta vitund fólks um tónlist í heiminum…

…spólum nú fjóra mánuði fram í tímann. Í dag fór ég aftur út í bílinn minn og kveikti á útvarpinu, og viti menn, var ekki sama lagið og ég heyrði fyrir fjórum mánuðum. En það var ekkert merkilegt við það, því þetta lag hefur nú hljómað að minnsta kosti ellefu sinnum á dag síðan ég heyrði það fyrst spilað í útvarpi. Í hópinn hafa bæst nokkur lög (Proper education, Not Miami og eitthvað með Cicada), en lítið annað hefur breyst. Þessum lögum er nú nauðgað kerfisbundið eins og starfsmönnum FM957 einum er lagið, og allir íslendingar eru búnir að fá ógeð á þeim. Ég blótaði því útvarpsstöðinni í sand og ösku og óskaði þeim langdregnum dauðdaga (kannski ekki, það myndi duga ef þeir hættu að spila þessi lög).

Það sem ég hélt upphaflega að yrði frábær bylting í íslenskri tónlistarumræðu breyttist í mína verstu martröð. Nú má ég ekki heyra þessi lög án þess að fá æluna upp í kok, FM tókst að eyðileggja þau, takk æðislega…



Svo er hugsanlega annað við þetta mál: höfum við ekki bara gaman að því að vera ekki mainstream? Jafnvel þó að ég tali sjálfur um að fólk eigi að líta inn í “alternative” tónlist, ekki bara hanga í topp-20 listanun, þá hef ég líka gaman að því að eiga og spila tónlist sem enginn annar kannast við, það vekur alltaf athygli. Þegar FM kemur svo og tekur nokkur af mínum uppáhalds lögum, rífur þau í sig og hendir blautum hræjunum í íslenskan almenning, þá er ég ekki sáttur :)
Ég veit að lög á borð við þau sem FM er að spila er kannski ekki það mest underground sem fyrirfinnst, en fyrir fjórum mánuðum var Sander Kleinenberg ekki á iPod-um allra unglinga í landinu eins og hann er nú.


Endilega segið ykkar álit á þessu máli, og umræddri útvarpsstöð :)
Low Profile