Vóóó… nú er svoltið rugl í gangi :)
Basically: Techno er EKKI samheiti yfir alla tónlist með Unce-Unce-Unce-Unce takti, né er techno samheiti yfir alla rafræna tónlist. Þetta orð er svoltið misskilið í mainstream-inu, svo ekki nota það nema þú vitir hvað það þýði (án gríns :)
Techno er… erfitt að lýsa, en til að finna einhver orð: hart, endurtekningafullt, oft er það minimal, það er drífandi, og margt fleira.
Techno er undirflokkur af danstónlist, eins og trance, house og fleira.
Aqua er ekki techno - Aqua er popp, eða electro-pop eða whatever… en eitt er víst: ekki er það techno! :)
Daft Punk er svoltið sérstök tónlist, svoltið mikið bland. Stundum eru þeir svoltið techno, stundum eru þeir svoltið house, skiptir ekki öllu hvernig þú skilgreinir það, þetta er góð tónlist! :)
ef þú ert að leita að TECHNO:
Agonia - Radio City (Oxia Remix)
Brian Zents - Algebra
James Ruskin - Is it really me
Meira kannski úr áttinni frá Detroit techno, og þú munt án efa missa vitið við að hlusta á þetta, ef þú ert ekki “vanur” :) (ef tónlist er fíkniefni, þá er þetta Speedball með chaser af Crystal meth.. it fucks you up :P )
Ef þú ert að leita að danstónlist, þá flokkast þar undir svo margt að ég get ekki byrjað að nefna nöfn.. eða kannski:
Sasha (house/trance), Pryda (house), Tiesto (trance), Justice (house?), Sebastien Leger (house)…
og alveg hellingur af minimal tónlist sem að borderline-ar allar stefnurnar: Audion, Booka Shade, Monolake, Minilogue og fleiri…
PS: ef þig langar að pæla aðeins meira í ranghölum “stefnanna”, kíktu á:
http://www.di.fm/edmguide/edmguide.html