Varðandi beatmix:
Vera með headphone á öðru eyranu og monitorinn í hinu.
Þegar maður er að læra er best að vera með lög sem þú þekkir vel. Auðveldara að greina hvaða hljóð er í hvaða lagi, og vita þá hvort þú eigir að hraða eða hægja á lagi til að halda í takt.
Mér finnst oft auðveldara, sérstaklega þegar monitoraðstaða er ekki góð, að mixa á clap/snerli. Auðveldara að greina hvort það sé að passa saman eða ekki. Þegar maður er að æfa sig er td. sniðugt að vera með lag með sneriltrommu og annað með clappi. Þá, ef maður heyrir snerilinn slá á undan clappinu, þarf maður að hægja á laginu með snerlinum.
Æfa sig helling og ekki vera hræddur við að gera tilraunir.
Bætt við 10. febrúar 2007 - 16:32
Það sem ég á við með að mixa á clap/snerli er auðvitað að einbeita sér að þeim hljóðum í lögunum, og heyra hvort slær fyrr ef þetta er ekki alveg í takt hjá manni.
Það sem ég átti ekki við var allt annað en það.