Ég hefði ekkert á móti því að vera með mánaðarleg trance kvöld en það myndi bara ekki ganga upp þar sem það vantar nokkra hluti.
Staðsetning : Enginn staður sem ég veit af í dag sem myndi vilja hýsa trance kvöld.
Fólkið : fólk mætir ekki á trance kvöld á annað hvort miðvikudögum eða fimmtudögum og ástæðan er einföld, mikið af fólki þarf að dópa til að geta hlusta á trance (sorgleg staðreynd en staðreynd engu síður) og staðirnir eru ekki viljugir á að láta “promoters” fá pláss á föstudögum /laugardögum nema um að afmæli eða eitthvað slíkt sé í gangi frá kl 20:00-00:00 eða að við borgum fyrir hvern viðburð einhverja tugi til hundruði þúsunda .
Peningar : Til þess að fá íslendinga til að mæta á eitthvað svona sem er að byrja þá þarf erlendann plötusnúð (önnur sorgleg staðreynd en staðreynd engu síður)og að flytja inn einhvern þekktan snúð er ekki ódýrt, það þarf að borga
flug(stundum 2 - 3 sæti)
gistingu(1 - 3 herbergi)
skemmtistað(getur hlaupið á hundruðum þúsunda)
plötusnúðnum(þúsundkallar til upp í 6 milljónir (þá erum við að tala um 1 stykki dj))
Auglýsingar er annar partur af peningar eyðslunni og auglýsingar eru ekki ódýrar hvort það er fyrir prent/útvarp/sjónvarp
Inn í þetta er ég ekki búinn að bæta við hljóð og ljósakerfi því oftast og algengast er hægt að notast við hljóð og ljósakerfi staðarins.
Þrátt fyrir þetta allt saman þá ætla ég að reyna að fara að koma með mánaðarleg trance kvöld undir merkjum Trance.is þegar ég finn staðsetningu(og þegar ég næ að klára síðuna loksins). Erlendir dj'ar fyrir þetta fyrsta kvöld yrðu að öllum líkindum 3 stykki og eru þeir “residents” fyrir trance.is og í stuttu sagt þá er þetta öll flóran af trance (nema goa/psy sem ég persónulega tel ekki innan trance)
Það eru svo auðvitað alltaf einhver trance kvöld inn á milli með margra mánaða milli bili vonum bara að stórum viðburðum fari að fjölga ;)