Þannig er mál með vexti að ég á plötuspilara. Technics SL-1210mk2 fallegur gripur sem mörgum finnst top of the line. En þessi spilari var gleymdur í dj-búri þar sem var illa farið með hann. Ég held að nálin sé ótrúlega skemmd. Hún er Stanton 680 EL. Nú er spilarinn mest notaður í að sampla en skemmtilegt er að skratsa örlítið hér og þar á góðum dögum og ég var að pæla í hvað ég ætti að gera. Þegar ég reyni að skratsa skippar nálin alveg mjög mikið. Þó ég sé að skratsa nýjar plötur og allt. Anti-skipið er í mesta.
a) ég kann ekki að skratsa.
b) nálin er brotin.
c) eitthvað að arminum.
Ég er ekki alveg viss hvað er hvað. En þar sem maður er að kaupa sér plötur af fatbeats.com þá var ég að hugsa hvort maður ætti að skella nál með.
Ég veit ekki hvort þessi mynd segir ykkur eitthvað en nálin er alveg svona… slæm.
http://i28.photobucket.com/albums/c203/DarriRafn/IMG_0535.jpg?t=1168473603
Ágætt hljóð úr þessu samt.
Hjálp?