Ég var að heyra að það hætta að fara að koma nýr næturklúbbur í gamla íslandsíma húsinu og ætti að vera með dans gólf eins tunglið var með, þetta er eina sem ég veit.og á að koma í nóv. Er einhver sem veit meira um þennan stað eins hvernig tónlist er spiluð?
klúbbur þessi verður víst í gamla landssímahúsinu (ekki íslandssíma) og það verður víst gengið inn um austurvöll. eitthvað hef ég líka heyrt um að þetta verði 1sti íslenski trance-klúnnurinn, og þá er bara vona að hann verði ekki of “cheesy”.
það virðist bara enginn vita það. þeir sem sögðu mér frá þessu vissu ekkert um hverjir standa á bakvið þetta. þetta skýrist vonandi fljótlega, þegar þeir byrja að plögga þetta.
Það er hann Garðar sem átti og rak Óðal sem er aðalmaðurinn á bak við staðinn. Hann er á horninu beint fyrir aftan Atlantic bar.
Staðurinn á annað hvort að verða Astro-Skuggi eða Hverfisbarinn. Var á Hverfisbarnum síðustu helgi og MY GOD þvílík snilld þessi staður. Ég vona að Margeir detti þarna inn sem Head Dj.
Kíkti þangað um daginn. Dansgólfið er svipað og á gamla Tunglinu. Það verða 8 róbótar þarna og Laser show ásamt því að búa yfir einu flottasta hljóðkerfi á skemmtistað í dag.
Þarna er því að opna fyrsti alvöru næturklúbburinn…það er að segja í svona super-club fíling á Íslandi eftir gamla Tunglið. Hátt til lofts o.s.frv.
Staðurinn opnar vel fyrir áramót. Nú er bara að bíða og sjá.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..