1. tékkaðu að driverarnir séu rétt installaðir
hægri smelltu á my computer og veldu manage, farðu í Device Manager. Opnaðu fallimyndina undir “Sound, video and game controllers”, athugaðu hvort að driverinn sjáist þar og vertu viss um að það sé ekki svona gult upphrópunarmerki merkt við hann.
Ef þú sérð nafnið á drivernum þarna (væntanlega M-Audio Keystation… eitthvað) þá ætti driverinn að vera að virka
2. stilla FL Studio rétt
Í Fruity, farðu í options->Midi Settings, þar ættirðu að sjá tvo glugga, einn merktann output og annan neðar, merktann input. Í input glugganum, athugaðu hvort þú finnur ekki M-Audio eitthvað þar, veldu það og veldu enable. Ef þú finnur þetta ekki í listanum er eitthvað að… (ath ég er að nota nýjustu útgáfu af FL, ef þú ert með eldri þá er þetta eitthvað öðruvísi).
Ef þú gast valið midi inputtið, prófaðu að spila einhverjar nótur á hljómborðið. Þú ættir þá að heyra hljóð eða amk. sjá Midi activity-ljósið blikka (við hliðina á master-volume slidernum)
Og mundu: Þú verður að kveikja á midi borðinu ÁÐUR en þú keyrir forritið, annars þekkir forritið ekki hljómborðið (þetta ætti að vera nokkuð augljóst)
ef ekkert af þessu virkar, þá er hugsanlegt að það sé eitthvað bilað… :(