það er alltof útbreiddur misskilningur að sá sem flytur raftónlist þurfi eitthvað að vera þessi sjónræni performer eins og þegar maður fer á rokktónleika og aðalsöngvarinn spyr hvort það séu ekki allir í stuði og hoppar svo uppá hátalarastæðu og allir tryllast.. raftónlistarkúltúrinn fjallar ekki um það, heldur fyrst og fremst að leyfa öðrum að heyra góða tónlist.. þó að nokkrar hljómsveitir nái að blanda saman þessum tveim heimum.
ég persónlulega er kominn með hundleið á þessum big-name hljómsveitum sem spila sama prógrammið aftur og aftur og hver hreyfing er fyrirfram ákveðin, sporin æfð, en svo þegar á hólminn er kominn er hljómsveitin kanski illa spilandi, söngurinn falskur eða bandið bara alls ekki nógu þétt afþví að það er búið að vinna svo mikið í stúdíósándinu að tónleikasándið slefar kanski uppí að vera þolanlegt en ekki mikið meira en það..
þessvegna hef ég meira gaman af plötusnúðum..