Raftónlist er tónlist samin og spiluð með hjálp tölvu eða annarra raftækja, þar sem raftæki er sjálfur tóngjafinn, í stað gítars eða annars “acoustic” hljóðfæris. (Það er því ekki hægt að flokka rokk með rafmagnsgítar sem raftónlist, þar sem sjálft gítarhljóðið er framleitt af órafmögnuðu hljóðfæri).
Mikið af tónlist í dag notast við rafræn hljóðfæri (synthesizers eða samplers), flestallt popp og hip hop sem heyrist á útvarpsstöðvum, en það er spurning hvort það eigi að skilgreina þetta sem raftónlist…? sumir gera það, aðrir ekki. Sama gildir um 80's hljómsveitir á borð við Depeche Mode. Tónlistin er popp, en hljóðgervlar og trommuheilar eru notaðir til þess að framleiða flest öll hljóðin, þetta hefur því verið kallað “electro pop”.
Raftónlist er ekki orð sem finnst í orðabók (að ég held :)) en almenna merkinging hefur verið sú að þetta sé tónlist sem tilheyrir tónlistarstefnu þar sem megnið af tónlistinni er framleitt með rafrænum hætti. Dæmi um þetta er flestöll danstónlist sem þú heyrir í dag…
Hvað þú vilt kalla raftónlist er algerlega undir þér komið.