Ég heyrði nokkur lög með hljómsveit sem ég veit ekki hvað heitir en ég held að hljómsveitarnafnið endi á Project.
Hljómsveitin notar trommuheila og mörg lögin einkennist af stöðugum bassa trommu takti. Stundum kom rödd í gegnum vocoder líklega sem sagði eitthvað á spænsku.
Í nokkrum lögunum var söngkona. Ég held að hún hafi sungið á spænsku þó að ítalska gæti komið til greina.
Það eru líka acoustic hljóðfæri eins og harmonikka, fiðla og píanó notuð. Harmonikkan sér oftast um melódíuna en svo taka öll hljóðfærin sóló sem einkennist af jazz/be-bop riffum ofl. Harmonikkan var líka mixuð og látin fade-a út og inn. Stundum var “cut-off” notað. Heitir það ekki annars cut-off?
Minnir oft á einhvers konar þjóðlagatónlist líka.
Veit einhver hvaða hljómsveit þetta er og hvað hún heitir? Ég er til í að kynna mér hana nánar.