Prodigy er Electro band, mjög erfitt að skilgreina hljóðið þeirra, þar sem það hefur þróast mjög mikið í gegnum árin, Cascada er trance, og það trance af VERRI gerðinni, það er ógeðslegur cheese andskoti sem kemur illu orði á aðra trance tónlist (Trance er í miklu uppáhaldi hjá mér, en sora eins og Cascada má bara ekki flokka sem tónlist, sorrý! :) … og Pendulum flokkast hins vegar sem Drum n' Bass.
Cascada, Prodigy og Pendulum eru jafn ólíkar hljómsveitir og Metallica, Green day og Placebo, en fyrir nýjum hlustendum er þetta kannski allt bara “Tekknó” (Alveg eins og amma þín flokkar allt nútímarokk sem “graðhestarokk”…)
Skoðaðu Ishkur's guide to electronic music:
http://www.di.fm/edmguide/edmguide.html , finndu nokkrar tónlistarstefnur sem þér líkar og þá eigum við auðveldara með að benda þér á tónlist sem þér líkar.
en svona til að byrja með:
Svipar til Pendulum: Dom & Roland, Klute, Black Sun empire, Concord Dawn
Svipar til Cascada (en bara miklu betra!): Above And Beyond, Alex Morph, DJ Tiesto, Ferry Corsten, The Thrillseekers, Paul van Dyk
Aðrir sem eru “almennt þekktir”: Chemical Brothers, The Crystal Method, Timo Maas, Fatboy Slim
Í uppáhaldi hjá mér: DJ Sasha, James Holden, Markus Schulz, Luke Chable, Mark Otten, Ozgur Can, Andy Moor, Adam White, E-Craig, Miika Kuisma (Allt saman tilheyrir þetta einhverjum undirflokkum trance, nema kannski Sasha, sem borderline-ar alveg ótrúlega margar stefnur :)