Hef ekki notað LE, en það er væntanlega eitthvað svipað og í SX:
opnaðu mixerinn (F3 takkinn), þar sérðu allar rásirnar sem þú ert með í notkun. Þar ættirðu að finna rásina fyrir vst hljóðfærið þitt (ATH: þetta er EKKI það sama og midi rásin sem er tengd honum!). EF þú sérð rásina ekki athugaðu þá að það sé ekki búið að velja “hide VST channels” í mixernum (það er fullt af tökkum í röð þarna til hliðar, þar sem hægt er að fela og sýna alla tegundir rása).
Þegar þú finnur rásina fyrir VST hljóðfærið, smelltu þá á edit takkann (lítið “e” væntanlega), þar opnast gluggi með equalizer og insert effectum og fleira.
Í eina af þessum 8 insert effect raufum skaltu smella og þá færðu lista yfir alla mögulega effecta, bæði VST og DXi.
Vona að þetta virki eins og LE