Hmmm, þetta var verulega góð tónlist sem var í gangi, en ég er í fílu við Akureyringa, þeir kunna bara ekki að fara á svona viðburði og dansa… :( Ég fór þarna með nokkrum vinum um eitt leitið og við ætluðum að skemmta okkur vel, en það var enginn á gólfinu (bara alls ekki neinn :p ). Þegar mest var voru 4 fullar stelpur þarna að dansa, og ein þeirra braut glas á gólfinu og skvetti bjór yfir mig… alveg frábært…
Við yfirgáfum staðinn rétt eftir tvö, öll sammála um það að ef mætingin hefði verið betri þá hefði þetta verið frábært kvöld :( Akureyringar eru furðulegir, vilja frekar borga 2500 kall í Sjallann til að fara á Papana spilandi “Dúra-rúra rigga-robb” en að dansa ærlega!! :S :Þ
…Er að hlusta á mix diskinn núna og finnst hann bara fjandi góður :)