Francois Kervorkian: Gamall í hettunni veit ég allavega. Er búinn að vera meira og minna að síðan í klúbbasenunni frá fyrir diskó. Vann einhver remix með Tom Moulton remixbrautryðjandanum og hefur DJ'að eins og vitlaus maður frá því fyrir mína tíð á þessari jörð! Ég tæki ofan fyrir honum gengi ég með hatt. Gerir ekki mikið af orginal tónlist en það er hægt að leita annaðhvort að remixum sem eru credituð annað hvort á Francois Kervorkian eða FK(sem er þá eldra dót). Er mjög organiskur í tónlistarpælingum, gerir dáldið svona ‘widescreen’ remix með fullt af layered strengjum og súrum hljóðum ofan á þéttu house grúvi. Ég er persónulega frekar hrifinn af því sem hann gerir - hann er svona ávísun á gott remix, svona more soulful than deep.
Hann á að hafa gefið samt einhvern tímann út einhvern longplayer en það gæti samt verið verði ein af þessum sem ‘eru alltaf á leiðinni’!
My bottom line : Snilldargaur. Ég ætla að vona að þetta hjálpi eitthvað.