AJAX spilar oldschool classics á Nasa 3.mars ásamt Marco Bailey og Exos.
Þórhallur og Sigurbjörn sem skipuðu Rave sveitina AJAX munu koma saman og bregða á leik þann 3.mars og gera allt vitlaust á Nasa ásamt Exos og aðalnúmeri kvöldsins, Marco Bailey sem er einn umfangsmesti techno plötusnúður dagsins í dag.
Kapparnir í AJAX ætla spila sín uppáhaldslög frá Icerave tímabilinu 1992 og rifja upp gammla hardcorið eins og það gerðist best.
Ásamt Ajax bræðrum mun sérstakur leynigestur stíga á stokk en hann var einn af umsjónarmönnum B-hliðarinnar sem var á dagskrá á útvarpstöðinni útrás á þessum tíma.
Útvarpsþátturinn B - hliðin ól upp oldschool hardcore menninguna á þessum tíma og stóð fyrir mörgum Rave uppákomum, hélt uppi neðanjarðar plötubúð og fékk plötsnúða í þáttinn á borð við Magga lego, spasm og Goldie.
Marco Bailey
Exos
AJAX
+ leynigestur frá b-hliðinni