Gleymdi að minnast á:
Það er ekkert hægt að breyta útlitinu á Reason, eða skipta því milli einhverskonar Basic/Advance stillinga.
Ef þú vilt prófa ða gera bara e-ð lúppudót, þá geturðu gert create-mixer og síðan create DrRex (tvo eða þrjá), valið síðan úr library-inu sem fylgir DrRex loops (trommu loop og/eða hljóðfæra loop) og prófað að spila eitthvað ofan á þetta (búið til e-ð annað hljóðfæri og spilað um midi/usb hljómborð inn í sequencerinn)
Í sequencer glugganum eru Markera merktir L, R, P og E.
L þýðir byrjun á loop
R þýðir endir á loop
P er staðurinn sem þú byrjar að spila (Play)
og E er Endirinn á laginu
Ef þú setur soldið bil milli L og R punktanna og ýtir síðan á "to track takkann á DrRex tækinu (passar að sama tæki sé valið í sequencer glugganum) þá seturðu loopið sem þú ert´að nota yfir allt þetta svæði, gerir síðan það sama með hin DrRex tækin, þá ertu kominn með byrjun á lagi (þannig séð)
Síðan geturðu gert böns af svona loop bútum, dregið þá til og endurraðað eins og þér sýnist, og spilað eigin lagbúta ofan á, á annarri rás.
Ef þetta var einhver hjálp, láttu mig endilega vita.