Fann nýlega smáskífu með Kraftwerk á vínil hér heima og hlustaði mikið á hana, Das Model og Computer Love.
Ef einhver hefu heyrt bæði Computer Love og lagið Talk með Coldplay, væri hinn sá sami ekki vinsamlegast til í að segja mér hvort Talk sé ekki stolið af Kraftwerk? Nákvæmlega sama heyrist mér.
Eitt sinn var ég með popp tv í gangi og heyrði byrjun á lagi með Herbie Hancock og hélt þetta væri lag með honum sem væri að byrja en raunin var sú að Janet Jackson var búin að sampla þetta lag… það er súrt.
Já, það er ljótt að gera þetta, kemur samt stundum vel út þegar það er gert aðeins öðruvísi eins og hvernig Þórir tók Hey ya, annars held ég að þetta komi sjaldnast vel út.
það er það nú samt ekki þegar fengið er leyfi, annars er ég ekki alvega að skilja þetta bögg… stór hluti raftónlistar senunnuar er byggður á að sampla hitt og þetta, stundum er það eitthvað sem enginn þekkir og stundum eitthvað sem allir vita hvað er… og þekkja… oldskúl senan t.d. meira og minna sömpluð og ekkert nema gott um það að segja, tala nú ekki um þegar það kemur eitthvað vitrænt út úr þessu öllu eða bara skemmtileg lög. Svo má auðvitað nefna Chemical Brothers, ColdCut, Hermigervil, bla bla bla blabla. fullt meira af snilldar sömplurum.
Bara til að nefna einhverja sem hafa samplað Kraftwerk áður: Chemical Brothers - Leave Home (sampla Ohm Sweet Ohm) Afrika Bambataa - Planet Rock (Trans Europe Express) og svo er listinn miklu lengri. farðu á www.the-breaks.com til fletta því upp
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..