Það sniðugasta sem þú getur gert er að redda þér eintaki af Ableton Live (
http://www.ableton.com/index.php?main=downloads) og kíkja á þá tutorials sem eru til boða á síðunni (
http://www.ableton.com/index.php?main=tutorials) þá aðallega vídjóin, þau eru einstaklega hjálpsöm.
Önnur forrit eins og Reason, Traktor, Cubase, Pro-Tools og jafnvel Cakewalk eru alveg nothæf í að læra að smíða takta. Öll forrit sem bjóða upp á Sampler og Sequencer eru nothæf í að búa til takta svo framarlega að þú hafir nóg af sömplum.
Live er hinsvegar að mínu mati eitt af öflugri og þægilegri hljóðvinnsluforritum sem ég hef komist í snertingu við.
Svo er bara málið að fikta og fikta og fikta, lærir mest af því og þegar þú ert kominn með smá kunnáttu og þekkingu á forritunum þá er næsta skref að tengja nokkur forrit saman með ReWire. Reason + Ableton + Pro-Tools er sterkur leikur þegar maður er farinn að vita nokkurvegin hvað maður er að gera.
hf